Af aðfangadegi i Sverige
En hann er nokkuð eins og maður á að venjast. Maður gerir bara sín eigin jól. Krakkarnir eru ótrúlega róleg. Hér er búið að fara út og rúlla upp þremur snjóköllum sem standa vígalegir umhverfis húsið með gulrótarnef og trefla og bjóða fólk velkomið á tveim tungumálum. Viljum sko ekki að neinum líði óvelkomnum við komuna hingað. Ég ætlaði að reyna að fá mynd með Ester hjá snjókallinum en hún svarar að sig langi ekki til þess. Er málið þar með útrætt. Menn geta því fabúlerað um ásýnd sveinanna hver í sínu horni.
Hér var möndlugrautur í hádeginu eins og Doddi er alinn upp við og ég hef vanist frá því ég kynntist honum. Það fer að verða hálf ævin svo ég get svo sem kallað það mína eigin hefð. Snorri og Tinna og dætur komu í möndlugraut en fóru tómhent heim. Doddi jós í diskana og maður spyr sig hvort einbeittur vilji hafi verið fyrir því að halda spilinu innanhúss. Snorri fór allavega saddur heim, það er bót í máli.
Nú tekur maður því aðeins rólega áður en matargerðin tekur við á ný. Brandur lúrir hérna við hliðina á mér og ég væri alveg til í að sofna með honum. Róandi að hafa svona ketti, mæli með því við alla ofnæmislausa.
Nú er að hefjast dagskrá með Andrési Önd í sænska ríkissjónvarpinu. Þetta er einhver heilagasta jólastund Svíanna svo það er eins gott að missa ekki af því. Þeir segja að julafton verkligen börjar með þessu!!!! Hvað er málið? Ég veit það ekki en ég ætla að komast að því. Sögusagnir segja að Andrés Önd hafi verið bannaður í Svíþjóð hér áður því hann hafi verið buxnalaus en ég hef ekki fengið það staðfest, og svo þegar loksins mátti horfa á hann þá varð það þvílíkt hype!!
Doddi hefur víst séð þetta áður og er nú þvílíkt spenntur.
Já það er gaman að þessu.
2 Comments:
Andrés Önd olli mér vonbrigðum. Mér fannst þvílíkt hallærislegt að vakna á aðfangadagsmorgun og fá strax ,,Gleðileg jól"-gusu framan í mig. Ég var ekki búin undir þetta. Batt því gríðarmiklar vonir við að jólahrollurinn kæmi yfir mig þegar Kalle Anka byrjaði... en það gerðist bara ekki neitt...
Gleðileg jól Allý! Bið að heilsa húsbóndanum.
Skrifa ummæli
<< Home