luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, desember 08, 2009

Af epikrisum

Þessi titill er fyrir Örvar sem engist um af öfund í Boston að fá ekki að skrifa epikrisur.
Fyrir áhugasama þá var ég sett í frí í viku 14. og 15. Semsagt tveggja vikna páskafrí. Veit ekki hvers vegna og spyr ei. Ætla bara að njóta. Allir kærir vinir og ættingjar hjartanlega velkomnir. Vorin í Svíþjóð ku vera himnesk.
Svo kom skemaleggjarinn minn til mín í gær og vildi absolut gera ST-plan með mér í lok vikunnar. Þar með er spurningunni í síðustu færslu svarað. Og þá vil ég bara að benda á að þá verð ég orðin ST-læknir hálfu ári á undan Dodda. Ekki það að við erum náttúrulega miklir jafningjar og vinir og ekki í neinni keppni. Ég verð til staðar fyrir hann þangað til hann fær sinn. Kemur Doddi!
Annars er ég mikið að fíla þetta fjölþjóðlega samfélag hér. Þessa vikuna er ég með yfirlækni frá Egyptalandi. Sá er reyndar búin að búa hér í 27 ár, samt getur verið erfitt að skilja sænskuna hans. Hann er nú samt með kundskapinn á hreinu sem er það mikilvægasta. Hann er mjög næs og viðkunnalegur líka en ákaflega óreiðukenndur, en það er bara fyndið. Það er náttúrulega allt himnasending á meðan ég þarf ekki að eiga við ónefndan someone. Hrollur. Það toppaði náttúrulega flest þegar hann bað mig um að stinga fingrinum mínum ofan í kaffið hans því hann vildi hafa kaffið sitt sætt. Euwwwwwww. Sænska nágrannakonan mín sagði: Nei svona mega menn ekki gera í Svíþjóð! Really?! En í samfélagi mannanna yfir höfuð?
En nú er hádegishlénu officialt að ljúka.
Læt ég þá staðar numið færslu þessari.

7 Comments:

At 5:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Segðaru ekki bara manninum að troða fingrinum bara uppí.....!!! PFffff

En gott að vita af fríinu mín kæra... legg þetta í nefnd:)

 
At 8:43 e.h., Blogger Ally said...

Gaman væri að vita hver ígrundar ferðalagið.
Annars er ósvissan alltaf hressandi líka;)

 
At 9:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi nafnlausa er systir þín:)

 
At 10:12 f.h., Blogger Sólveig said...

Gubb! Ég veit ég er lítið búin að borða í morgun og allt það en þetta komment með kaffifingurinn er bara OF mikið.

Hverju svaraðir þú þessu kommenti Aðalheiður?

 
At 10:39 f.h., Blogger Ally said...

Playing ignorant is my easy way out!

Hvad? Nu forstår jag inte .....

 
At 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með ST stöðuna Allý, við vissum að þetta var bara tímaspursmál.

Annars allt rólegt í Eskihlíðinni og mikið verið að velta fyrir sér framtíðinni...;)

Ólöf Kristjana

 
At 3:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef afskaplega gaman að epikrisum.

Viss um að þér þætti áhugavert ef þú sæjir amerískan titt reyna að útskýra fyrir þér hvenær maður gefur 10 af lasix og hvenær 20. Væri líklega áhugaverðara að sjá svipinn á mér á því augnabliki, núna þegar ég hugsa um þetta...

Orvar

 

Skrifa ummæli

<< Home