luxatio hugans

awakening

föstudagur, nóvember 20, 2009

Nu er slut pa veckan

Ester er búin að vera heima síðustu 3 daga með dularfullan slappleika. Hálssærindi og subfebril. Jæja en með lokum þessarar viku lauk samstarfinu við furðufuglinn til nýs árs. Nýtt ár, ný ráð. Hver veit hvaða pest fer þá á stjá?! En þið vitið hvernig þetta er! Nú tekur við helgi og svo koma tengdaforeldrarnir í næstu viku. TM kemur klyfjuð góðgæti frá gamla landinu. Suðusúkkulaði og Hunt´s pizzusósu. Svíar gera nefnilega verstu pizzur í heimi. Verri en ef maður færi inn á Esso á Raufarhöfn og ætlaði að panta sér pizzu þar. Út um alla Gautaborg eru reknir pizzastaðir sem bera nöfn með tilvísun til miðjarðarhafsins, allir staðirnir eru reknir af tyrkjum og það er sama vonda bragðið alls staðar. Uppskriftin hefur verið látin ganga í einhverju fjölskylduboði hjá þeim. Allir nota þeir ógeðslega feita skinku sem er skorin í strimla og svo lekur fitubrákin út um allt. Þetta er viðbjóður!
Doddi hins vegar gerir mjög góðar pizzur en pizzusósur er ekki hægt að kaupa í verslunum hér og okkur skortir metnaðinn til að gera eina slíka frá grunni í hvert sinn. Hunt´s er náttúrulega amerískt og því frá djöflinum eins og General&Mills sem ekki fæst hér vegna viðbættra aukaefna sem gætu gert útaf við litlu sænsku börnin sem eru alin á Welling fyrstu árin. Wellingur er viðbjóður.
Jæja ég er svona hress á föstudegi krakkar mínir!
Í dag virðist annars vegar vera hug a ginger og hins vegar kick a ginger dagurinn. Ég þarf aðeins að sjá hvernig dagurinn spilast áður en ég geri upp við mig hvorn daginn ég ætla að halda hátíðlegan hérna í fótboltagötunni.
Akkúrat núna finnst mér það nefnilega eitthvað vera Dodda að kenna að ég skuli vera að vinna með óhræsinu, föst í landi án AA-funda og sæmilegra flatbakna og þar sem H&M þurfti að fá símanúmerið mitt þegar ég skipti fjólubláum barnasokkabuxum innan sólarhrings því ég leit vitlaust á stærðina. Ég leit á afgreiðslustúlkuna og spurði því í ósköpunum hún þyrfti símanúmerið mitt. Ef það skildi koma upp vandamál, svaraði hún. Vandamál með sokkabuxurnar?? spurði ég og lyfti 5x10 cm stórri uppvöðlaðri sokkabuxnapakkningunni. (sparaði ekki vanþóknunina eins og þið vitið náttúrulega) Ég sem ekki reglurnar, svaraði Svíinn. Týpískur Svíi. Semur ekki reglurnar en fer blindandi eftir þeim fram af bjargi frekar en að spyrja sig áður hvort það sé eitthvað athugavert á seyði hér. Ef H&M fer að hringja í mig þá er ég farin heim!

5 Comments:

At 7:35 f.h., Blogger Unknown said...

Kannast við pizzusósuvandamálið...undarlegt!
Skil heldur ekki þennan viðbjóðslega velling, ljósan mín er að missa sig yfir því að Daníel fái ekki velling, það bara gengur ekki. Sænsk börn fá velling fram að fermingu.

 
At 8:44 e.h., Blogger Ólafur G.S. said...

það vill svo skemmtilega til að það er búið að loka N1 á Raufarhöfn.....fór á hausinn!

ég fékk bestu pizzu sem ég hef smakkað í Gautaborg.....kebab pizzu með geðveikri sósu með..og káli...mmmm

 
At 8:16 f.h., Blogger Ally said...

Mér finnst þessar kebeb pizzur ógeð.

 
At 10:46 f.h., Blogger Hulda said...

Hey, ekki tala illa um Raufarhöfn. Það var nú einu sinni alvöru pizzastaður þar...í gamla Kaupfélaginu minnir mig, og þær pissur voru nú prýðisgóðar :)

 
At 1:26 e.h., Blogger Ólafur G.S. said...

GUÐLAST!!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home