luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Af fimmtudagsbloggi

En þau eru ágæt inn á milli.
Hvar eru handritshöfundar Gray´s anatomy? Því eru þeir ekki á avd. 352 SU/Östra? Því þar, mina kära vänner, gerast spennandi atburðir dag hvern. Mikill tilfinningahiti og mikil dramatík. Í gær íhugaði ég alvarlega að þetta væri ekki þess virði, best að hætta bara. En svo heldur maður bara áfram ótrauður. Greykallfíflið er samt smám saman að átta sig á því að hann hefur hitt ofjarl sinn. Hann er vanur að dominera með andstyggilegum kommentum og glósum, altso eftir að maður hefur neitað að fara með honum á deit, en hann er því alls óvanur held ég að viðtakandinn lætur sér fátt um finnast og bognar hvergi.

Í morgun sagði hann: Ef ég ætti að krítisera eitthvað þá hefur þú gleymt að píla lyfin hjá 11.1 í morgun.
Og ég svaraði: Ef það er eitthvað sem þú þarft að krítisera, þá gerir þú það.
Hann: Hvað meinar þú?
Ég: Bara nákvæmlega það að ef ég geri vitleysur þá segir þú mér frá því.
Hann: Það er ekkert erfitt að píla lyfin!
Ég: Nei ég er alveg sammála.

Og þetta var nóg til þess að hann fór í fár og varð ferlega óöruggur og asnalegur. Idjót!

Við fórum á foreldrafund í skólanum hans Ingvars í gærkvöldi. Það var ekkert nema lofrulla, ég get ekki haft eftir orðin sem kennarinn viðhafði því þá væri ég montrass. Hann er meðalnemandi í öllum fögum þrátt fyrir að hafa verið mállaus fyrstu tvo mánuði vetrarins og afburðarnemandi í stærðfræði. Ef hann héldi svona áfram þá yrði hann afburðarnemandi í hinum fögunum þegar tungumálið væri komið á fullt skrið. Hann hefur svosem alltaf staðið sig vel námslega svo það kom kannski ekki á óvart þannig, en það var ánægjulegt að fá jákvætt feedback af barninu sjálfu. Við vorum nefnilega orðin taugaveikluð foreldrarnir eftir hvern hörmungar foreldrafundinn af fætur öðrum í Hlíðaskóla þar sem okkur var farið að finnast kennarinn leggja Ingvar í einelti. Það var nú bara ekkert lítið vandamál sem við stæðum frammi fyrir með þetta barn hegðunarlega séð því hann talaði svo mikið í skólanum. Hvönnin kom með góða skýringu í gærkvöldi. Námið var ekki nógu krefjandi fyrir hann og honum hefur leiðst. Ófaglegt af kennaranum að skrifa vandamálið á krakkann. Precis.
Ingvar fékk að velja kvöldmat í verðlaun og valdi MacDonalds sem ætti í princippi náttúrulega að vera refsing en ekki verðlaun. Viðbjóður!!

4 Comments:

At 9:53 e.h., Blogger Hadda said...

Glöð hvað bloggið þitt er að lifna við mín kæra... Alltaf svo gaman að lesa.

Kveðja frá Londres.
H

 
At 6:33 f.h., Blogger Unknown said...

Já það er svona þegar maður fær svona nýtt og áhugavert viðfangsefni;)

 
At 8:17 f.h., Blogger Elva said...

Sammála Höddu! Ég lít alltaf reglulega hér inn. Til hamingju með afburðarnemandann!

 
At 2:13 e.h., Blogger B said...

Ég þoli ekki þennan Bosníska yfirlækni - það ættu allir að hafa yfirlækni eins og ég er með - þá væri veröldin betri staður.

 

Skrifa ummæli

<< Home