Af tjugohundrad
Eitt sem er skrítið í Svíþjóð, það eru tölurnar. Hehe það er mjög erfitt að segja 20 og 70 og mjög, mjög, mjög erfitt að segja 27 og 72. Ég þarf að vanda mig mjög. Ég hef fengið til baka læknabréf með athugasemd að ég segi á einum stað að sjúklingurinn sé á 75 mg af Trombyl en á öðrum stað 25 mg af Trombyl. Þá hef ég ekki verið að einbeita mér nógu kröftuglega að framburði talna;)
Fyrstu dagana þegar ég var að fletta með sérfræðingnum mínum þá var hún oft að segja mér að hinn og þessi sjúkl. hefði farið í aðgerð eða fengið infarct eitthvað ár. Ég átti mjög erfitt með að ná ártalinu alltaf. Svo eftir nokkra daga eða viku, fattaði ég að hún var að segja 2000 og eitthvað ártal.
20 er tjugo, sagt sjúgú.
Þannig að hún sagði alltaf tjugohundradaotta (sjúgúhundradaotta).
Okei þá áttaði ég mig á því að þeir segja ártalið tuttugu hundrað og níu. Hvað er að þessum Svíum? Dísess, þetta er eins og að segja ...... uhh já nítján hundrað og níu. Já einmitt, eins og við gerðum. Nema í stað þess að halda viðtekinni venju skiptum við í tvöþúsund. Sem, ef maður hugsar til framtíðar, er stupid. Maus að segja árið tvöþúsund, eitthundrað og tólf.
Já Svíinn! Hugsar fyrir öllu!
1 Comments:
hálfvitar!þetta er fokking óþolandi..skil þig vel að vera pirruð á þessu!
Skrifa ummæli
<< Home