luxatio hugans

awakening

mánudagur, september 28, 2009

Af hinu og þessu

Nú finnst mér aukinn pressa á mig að vera sjúklega hress hér nú þegar síðan er að ná sínum fyrri heimsóknafjölda eftir mikinn dvala og djúpa lægð.
Brandararnir eiga eftir að koma í kjarnorkuskömmtum!

Ég fór í dag með launaávísunina mína í banka og ætlaði að:
a) helst fá bankareikning og leggja ávísunina inn á reikninginn og ef það gengi ekki þá
b) leysa ávísunina út.

Þekkjandi Svíana var ég við öllu búin. Ég var með ávísunina, launaseðilinn, atvinnusamninginn minn, vegabréfið mitt og uppgerðar vinsemdina mína meðferðis.

Þetta gekk ekki í Handelsbankanum, en eftir smá japl, jaml og fuður gekk það í Swedbank. Hún var reyndar mjög almennileg þar gellan.

Þetta er svona erfitt af því að ég er ekki komin með sænskt id-kort. Við sóttum um það daginn eftir að við fluttum. Við lentum strax í smá veseni af því að passinn okkar var gefinn út mánuði áður en Svíar settu sér einhverja dagsetningu um gilda erlenda passa. Samt er passinn okkar með þessum elektroniska fítus sem havaríið snýst um. Málið fór í nefnd!! Við fengum svar frá nefndinni fyrir viku að þeir tækju passann okkar gildann því ekki hefðu verið gefin út breytt vegabréf á Íslandi frá útgáfu okkar passa. Jesús! Í dag fékk ég svo bréf um það að ég mætti koma og sækja id-kortið mitt eftir 2 vikur en ekki seinna en tvo mánuði.
Jónas lenti samt í vandræðum þegar hann ætlaði að sækja id-kortið sitt því hann var ekki með skilríki!!! Skilríkið sem þeir gáfu út sjálfir og tóku myndina fyrir var ekki nægjanlegt til að votta að hann væri hann. Elsku litlu greyjin.

Í dag var svo sjúklingur á deildinni minni sem rapporterað var að gæti ekki gengið af sársauka því hann var með langar og þykkar táneglur.
Yfirlæknir: nú þá þarf að klippa neglurnar!
Hjúkka: Hver á að gera það?
Yfirlæknir: Er ekki fótaaðgerðarfræðingur á spítalanum?
Hjúkka: Hún tekur bara sjúklinga með sykursýkisfótasár.
Yfirlæknir: Getið þið þá ekki bara klippt á honum táneglurnar.
Hjúkka hneyksluð: Nei, við höfum ekki leyfi til að gera það!
Sjúklingurinn er enn með neglurnar óhreyfðar og getur enn ekki gengið.

En idolið er að byrja!

4 Comments:

At 10:19 f.h., Blogger Ólafur G.S. said...

hahahahahah ég skal koma og klippa á honum neglurnar.... hafa ekki leyfi til þess my ass....

 
At 3:06 e.h., Blogger Ally said...

Ég veit þú hefðir gert það. Þú hefðir dregið upp slípirokkana sem þeir notuðu í Dumb and dumber og farið létt með það!

 
At 4:32 e.h., Blogger B said...

Oj táneglur - ég hefði ekki gert það - ég hefði rétt ættingjunum naglaklippurnar - ja eða nýja útlenska deildarlækninum eða aðstoðaryfirhjúkrunarforstjóra Íslands ;)

 
At 9:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Pffffff þetta kalla ég nú ekki alvöru hjúkrunarfræðing!!! Ég hefði nú ekki verið lengi að redda hlutunum:)
Kv Þórgunnur

 

Skrifa ummæli

<< Home