luxatio hugans

awakening

mánudagur, september 14, 2009

Af plómum

Ég er að horfa á Ester litlu þvo plómur sem hún týndi sjálf í garðinum okkar. Himneska líf. Hugsa sér að það séu til börn sem eiga ekkert plómutré;)
Dagur 1 í viku 3 að baki. Þetta verður skárra og skárra. Reyndara fólk hefur sagt mér að fyrsta árið hafi verið ömurlegt. Þá er 50 vikur eftir og 2 búnar. Gaman að því. Það er samt svo skrítið fyrir félagsljón eins og mig að vera svona mikið ein. Alein í vinnunni, enginn að glensa. Fáránlega situationir daginn út og inn og enginn til að fá hláturskast með. Enginn til að taka myndir af hjúkkunum í kuflunum með.
Hjúkkurnar á deildinni eru voða faglegar og almennilegar en þær eru ekkert að mingla neitt. Eina á deildinni sem er eitthvað að reyna að vera vinkona mín er heyrnarlausi ritarinn. Hún er voða vinaleg alltaf.
Og svo í staðinn fyrir stanslaust félagslíf eftir vinnu þá er maður bara heima með fjölskyldunni. Þetta er samt voða róandi í raun og veru, og mér leiðist ekkert. Sakna samt leynivinkvennanna voða mikið, sérstaklega þeirra í Eskihlíðinni.
Ingvar er að reikna stærðfræðidæmi hér við hliðina á mér sem hefur nú ekki verið vandamál hingað til, en nú erum við að leysa orðadæmi á sænsku, aðeins meira ves. En við reddum okkur.
Leikskólinn hennar Esterar er lokaður á morgun og við Doddi tókum eiginlega steinn - skæri - blað, á það, hvort okkar ætti að biðja um frí í vinnunni á 12. degi. Það leystist samt eiginlega af sjálfum sér, þegar Annika, överlakerinn minn, sagði mér að ég gengi ein með deildina á þriðjudögum. Þá skrifaðist það bara á narkosi-gaurinn að biðja hina kaffisvelgina um að dekka eina skurðstofu í viðbót á milli kaffibolla;) Hvað munar svo sem um einn svæfingalækni?

Eitt sem er mjög gott hér við aðskilnaðarkvíðanum - ég get hlustað á 3 vitleysinga, tvo stráka og eina stelpu, klæmast og gera símaat í morgunþætti Rix FM á leiðinni í vinnuna. Munurinn er samt kannski sá að þessir fá Backstreet Boys í viðtal til sín eins og í morgun. Þá líður mér vel;)

3 Comments:

At 7:26 e.h., Anonymous Helga Eyjólfs said...

Feel your pain!
Verst hvað maður er varaður lítið við þessum fyrstu vikum ;) Segir kannski hvað fólk er fljótt að gleyma þessum vikum í krónískri acidosu og depurð! Þetta verður betra. Er í sömu sporum hvað varðar félagslífið, maður neyðist til að njóta eigin félagsskapar meira en maður hefur áður upplifað. Nú eða drattast með svíunum í mat, sem getur verið átak útaf fyrir sig! Lykka till, þú neglir þetta.... Hälsningar till Dodda.

 
At 10:06 e.h., Blogger Ólafur G.S. said...

ég skal bara koma og mingla við þig þarna...þú getur kennt mér sænsku og við getum helgið saman yfir pizzusneið í hádeginu..... kannski tökum við aðstoðarhjúkrunarforstjóra Íslands, hana B, með okkur

 
At 1:28 f.h., Blogger B said...

Ég frussaði yfir skjáinn þegar minnst var á vinalega heyrnalausa læknaritarann :)

Ég kem með í pizzu & kók í hádeginu.

 

Skrifa ummæli

<< Home