Af U2
Nú er ég rokgjarn (e. versatile) persónuleiki. Ég skipti oftar um skoðun en nokkur annar sem ég þekki. Því ætti mér því ekki að líka illa í Gautaborg einn daginn og prýðilega þann næsta?
Doddi og Jónas hittust klukkan 5 í nótt og tóku hring, úti og inni og fóru yfir hlutina. Hann tók engar videomyndir og minntist ekkert á það heldur. Hann sagði okkur að vinsamlegast opna aldrei uppþvottavélina fyrr en hún væri búin að fullþurrka leirtauið því það fer svo illa með innréttinguna (BALDUR HEYRIR ÞÚ ÞAÐ?!) og bað Dodda að slá grasið í garðinum í dag. Helvískur! Og ég sem var búin að liggja á hnjánum og reyta arfann í rósmarínbeðinu til að ganga í augun á honum þegar hann kæmi. Það er aldrei hægt að gera Jónasi til hæfis! Djók. Jónas er hinn vænsti maður og vill okkur hið besta hér í Svíþjóð.
Í dag ætlum við að fara að ná í bíl sem við leigðum okkur á Rent a wreck, þar til okkar kemur með skipinu. Þetta er eldgamall Volvo, en þetta eru bestu prísarnir á bílaleigubílum í dag;) Svo á að fara með íslenska krakkastrollu í Liseberg tívolíið.
Á morgun kemur svo gámurinn okkar og Þórðar og Þórhildar. Þá kemur það heimilistæki sem ég elska og sakna mest, kaffivélin mín. Og stólinn hans Dodda, þá fer þetta að verða eins og heimili hér.
Nokkrar myndir fyrir þá sem eru ekki Feisbúkk, mamma og Svansa frænka og fleiri.
2 Comments:
Til hamingju með flutningana. Þetta verður bara spennandi og góð viðbót í reynslubankann. Gaman að sjá myndirnar, ég er víst ein af þeim sem ekki er með fésið :) Knús a ykkur öll
Þórgunnur Reykjalín
Áhugaverð færsla um U2.
Skrifa ummæli
<< Home