Af annarra manna köttum
Nú ætla ég ekki að breytast í neinn gæludýrabloggara í nýju landi en þar sem ég ligg andvaka í rúminu hans Jónasar hér á Fotbollgatan með köttinn hans malandi ofan á mér með svo víðar pupillur að mar spyr sig hvað hann hafi verið að bardúsa um þá kvöldið, þá er ekki laust við að á mig sæki spurningar um lífið og tilveruna. M.a hvort eðlilegt sé að liggja í ókunnu rúmi með ókunnum ketti?
Svíþjóð leikur mig grátt til að byrja með. Skítaveður, þrumur og eldingar þegar læknisfrúin ætlaði að morra og tanast. Ég er með enga kennitölu sem hefur djúpstæð áhrif á upplifun mína sem einstakling. Gámurinn minn er ekki kominn. Ég er bíllaus. Ég sofnaði kl. 18.00 í kvöld, það tók á að flytja úr landi og vinna fram á síðasta dag, djók ég meina næst síðasta dag, það munaði auðvitað helvítis helling að vera í fríi þarna á þriðjudeginum;) Vaknaði svo klukkan að verða 23.00! Og kláraði Kona fer til læknis eftir Ray Kluun. Er þetta djók hvað bókin er góð?! Ég grenjaði heil ósköp yfir henni af því að ég er eðlileg. Maður þyrfti að vera meira en lítið óeðlilegur að vera ósnortinn. (sjáið hvað ég covera mig þarna fyrir fólki sem hefði kannski hætt sér að vera ósammála). Jæja hvað get ég sagt í bili? Kötturinn malar sem aldrei fyrr. Ég er með hausverk af kæfðum grátinum svo ég vekti ekki Dodda sem botnar ekkert þegar ég grenja yfir bókum. Sbr. brúðkaupsferðina okkar þegar hann hafði mestar áhyggjur af því að fólkið á hótelinu héldi að ég væri lamin reglulega því ég grét svo mikið við lesturinn við sundlaugina.
Ein saga af Ester svona af því að ég er ekkert á leiðinni að verða neitt minna andvaka. Hún fór út á leikvöllinn hérna við hliðina á okkur með Ingvari í kvöld. Hún sagði mér að sænsk stelpa hefði komið og spurt: Hvad heter du? Og hvað sagðir þú? spurði ég. Ekkert, sagði Ester. Ég nennti ekki að segja: Jeg heter Ester. Þessi skaðræðiskrakki er svo skemmtilegur.
Ég er svo menningarleg þegar ég fer til útlanda eða þannig. Fór á Sex museum í New York þegar fínna hefði eflaust þótt að fara Met en þannig var nú það. En hér í Museum of Mölndal er búið að setja upp sýningu sem ég hef mikinn áhuga á að fara á og við Ester ætlum á morgun. Það er Barbie í 50 ár. Hlakka voðalega til. Veit ekki hvort Ingvar fæst til að koma með;)
10 Comments:
Þessi bók er óhugnanlega góð. Grenjaði sömuleiðis úr mér augun :) Var svo snortin að ég sendi fyrirspurn á Bjart til að ath hvenær framhaldið kæmi út.
Ég hugsa oft til þessarar bókar... Las líka framhaldið sem var ekki kannski eins gott en gott að vita hvað varð um þau feðgin;)Gleymi aldrei þegar hún vinkaði litlunni bless... úff hvað tárin streymdu!
Vonandi fer sólin að skína í Gautaborg!
Mig vantar þetta framhald, fæst það hér á fróni?
Er hún sannsöguleg eða ei? Það vil ég vita....
Neibb skáldsaga. Svo segir allavega á heimasíðu Bjarts.
Allý, ég get vel gripið með mér framhaldið og skutlast yfir með það!
Gerðu það
Nei hún er sannsöguleg, Bjartur er bara eitthvað að bulla Silja.
Þórdís Siljusystir
Þessi bók er sjúklega góð.
Eina bókin sem ég hef á ævinni grenjað yfir. Og það var ekkert bara að tárast- ég grenjaði upphátt með ekkasogum.
Gaman að segja frá því að þá var ég einmitt líka andvaka í Svíþjóð.
Ekki annad haegt en ad tárast yfir tessari bók. Mig minnir meira ad segja ad ég hafi nánast háskaelt svo ad ég fékk ekka... vard reyndar ad reyna ad halda kúlinu tar sem tad er ekki ofurkúl ad gráta sig í svefn tegar madur deildir hótelherbergi á fínu hóteli í Boston...
Skrifa ummæli
<< Home