luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Af áhyggjum

Rúv greindi frá því í kvöldfréttum að óttast sé að 800 fm ókláraður sumarbústaður sem Sigurður Einarsson kenndur við Kaupþing hóf að reisa sér í fyrrahaust, lægi nú undir skemmdum. Af öllum þeim mannlegu hörmungum sem greint hefur verið frá í kreppunni er fátt sem hefur valdið mér jafn miklum óhug. Í hvaða sumarbústað eiga krakkarnir hans Sigga nú að spila innanhússknattspyrnu?