luxatio hugans

awakening

mánudagur, febrúar 16, 2009

Af lífsins áföllum

Fyrir hálfum mánuði brenndi ég næstum af mér hægri eyrnasnepilinn með sléttujárni. Það var viðbjóður og ég gat ekki sofið á hægri hliðinni í viku. Svo var gróandinn ósmart, eins og herpes zoster eða eitthvað.
Áðan upplifði ég svo þá lífsreynslu að taka af mér hálft handabakið með ostaskera. Helvítis osturinn var eitthvað stamur, skerinn stóð á sér og ég ákvað að taka á því og hendin sem studdi við ostinn fékk að finna fyrir skeranum. Viðbjóður.
Verð ég ekki að henda skeranum? Eða sættir maður sig við eina umferð í uppþvottavélinni og þá sé skerinn eins og hann hafi aldrei farið í gegnum mannshold? Ég ætla aðeins að pæla í þessu.