Af atburðum dagsins.
Okei, nú haldiði sjálfsagt að ég sé geðklofi en ég er með tárin í augunum yfir fyrsta kvenforsætisráðherra lýðveldisins Íslands. Þetta er náttúrulega mjög sögulegt.
Og af því að ég fíla alltaf usla, þá finnst mér töff að tími konu sé kominn, sem sagði fyrir 15 árum að hennar tími myndi koma. Það er bara eitthvað við það þegar "minni máttar" hefur betur.
Ef Jóhanna væri eðal húmoristi þá hefði hún lokið máli sínu með því að segja: Minn tími er kominn!! En það gerði hún ekki og ég saknaði þess.
<< Home