luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Af Rústað

Fór á vægast sagt athyglisvert leikrit í gærkvöldi, Rústað í Borgarleikhúsinu.
Ef maður væri að semja auglýsingu þá gæti hún hljómað svona: "Eru nauðganir, rasismi, mannát og limlestingar eitthvað sem þú færð aldrei nóg af? Þá er Rústað einmitt leikritið fyrir þig!"

Fallegt ekki satt?!
En allavega þá er verkið skrifað af ungum leikritahöfundi, Söruh Kane, sem eins og allar sannar stjörnur dó svo innan við þrítugt á dramatískan hátt. Leikritið gerði náttúrulega allt brjálað þegar það var frumsýnt en með árunum virtust gagnrýnendur ná sáttum við verkið og ná boðskapnum. Nú er talað um að Sarah Kane hafi breytt leikhúsheiminum varanlega með þessu verki sínu.
Boðskapurinn er nefnilega sá að við brynjum okkur fyrir hrylling og stríð og aðrar hörmungar gerast bara "annars staðar" og koma okkur þar af leiðandi ekki við, nema að það er náttúrulega pólitískt smart að vera á móti stríðum og mótmæla í hörmussum og fara svo í Hagkaup og kaupa sér lífrænt ræktað spelt til að baka bollur með Idolinu.

Ég var náttúrulega að deyja úr monti að sjá dóttur mína, Kristínu Þóru, leika á móti Edduverðlaunahafa Íslands nr. 1, sjálfum Ingvari E. Bæði fóru þau á kostum að mínu mati. Þá átti Björn Thors stórleik sem pati af hæstu gráðu.
Ef þú telur þig þola það - þá ættiru að skella þér! Ertu maður eða ertu wuzz?!