luxatio hugans

awakening

mánudagur, janúar 12, 2009

Af mæðgunum

Þetta er kannski had to be there moment en ég held að þetta hafi verið það fyndnasta sem ég hef lent í í lífinu áðan.
Ég var orðin of sein á fundinn áðan, átti að leiða hann og var búin að lofa Kristínu Þóru að taka hana með. Bensínljósið á bílnum var búið að loga eitthvað en um leið og Kristín settist upp í bíllinn stóðu 0 km to go á aksturstölvunni. Korter í fund og við drifum okkur á bensínstöð.
Ég ætlaði að dæla sjálf og hlaupa svo inn að borga en gat ekki byrjað að dæla, var eitthvað að hamast þegar starfsmaður kemur og spyr hvort hann eigi að láta kveikja á dælunni. (ég vissi ekki að þetta virkaði í þeirri röð en anyways.) Ég segi já og segi að ég sé að flýta mér geðveikt. Hann hleypur inn og biður gellu um að kveikja á dælunni.
Þá stekkur Kristín út úr bílnum og segir að hún skuli dæla og ég skuli hlaupa inn að borga. Mæti gaurnum og hann spyr fyrir hvað mikið og ég segi 2000 kall. Fer svo inn að borga og Kristín er sest inn í bílinn aftur þegar ég kem út og við keyrum af stað.
Þá segir Kristín: "Það gerðist dálítið á meðan þú varst inni að borga. Gaurinn á dælunni kom labbandi til mín og sagði: Mamma þín sagði að þú ættir að dæla fyrir 2000 krónur!"

Ég hélt ég myndi velta Chryslernum ég hló svo mikið!!
En það góða við þetta var að ég var búin að hlæja svo sjúklega mikið þegar fundurinn byrjaði að ég var eiginlega ekkert stressuð lengur.

En kommon. Mæðgur? Really?