luxatio hugans

awakening

laugardagur, janúar 03, 2009

Af fávitum með ritfrelsi

Nú  grasserar moggabloggskrabbameinið sem aldrei fyrr. Nú eru það bræðurnir Guðmundur og Ólafur Klemenssynir sem eru sakborningar dómstóls götunnar. Til hagfræðingsins þekki ég ekkert en súrt er að sjá fólk frábiðja sér þjónustu "vitleysingsins" Guðmundar.
Það er vissulega gáfulegt sjónarmið að óska sér þess að þurfa ekki á gjörgæslulækningum að halda, það er skiljanlegt, en að halda því að fram að slæmt væri að þurfa að þiggja þjónustu Guðmundar þá fýkur í mig. 
Ég man ekki af hverju við vorum deildarlæknalaus á BMT en tveir kandidatar þegar komið var inn með blæðandi mann 60/40 í þrýsting. Nett panikástand og við snögg að hringja á svæfinguna. Gummi Klemm labbaði inn við annan mann, og salírólegur fór að græja og gera. CVK og arteríulína á nokkrum sekúndum, algjörlega fumlaust, gaf fyrirmæli rólegur eins og hann væri að panta sér kaffibolla og muffins með honum og eins og dögg fyrir sólu var gaurinn stabill fyrir flutning. 
Þvílík feginleikatilfinning að upplifa að allt yrði í lagi. 
Og þetta er bara eitt af ábyggilega þúsund álíka dæmum. 

En nei, það væri náttúrulega það versta sem gæti komið fyrir moggabloggara með greindarvísitölu gullfisks ef Guðmundur Klemensson yrði kallaður til í veikindum hans. Af því að hann kallaði grímuklædda skemmdarvarga kommadjöfla eða eitthvað álíka. 
Fólk er fífl!