Jólabloggið 2008
Hér kemur falleg jólafærsla:
Ég er að klúðra jólakortunum í ár. Þau verða líklegast engin. Sem er GRÍÐARLEGA áhugavert í ljósi þess að jólin 2008 eru fyrstu jólin í 14 ára sögu okkar Þóroddar þar sem hvorugt okkar er í prófum. Sem aftur sannar kannski þá tilgátu að fólk sé sérstaklega iðið við hluti sem koma námi ekkert við í próflestri. Anyways.
Ég fæ líkamleg einkenni af viðbjóð þegar ég heyri 2007 útgáfuna af Hjálpum Þeim í útvarpinu. Mér finnst hræsnin hreinlega skríða eftir allri húðinni á mér og ég fæ hroll og gæsahúð sem lagast ekki fyrr en ég næ að skipta um útvarpsstöð. Ónotin sitja þó í mér eitthvað lengur. Hrikalegt að verða fyrir þessu.
Ég fékk jólagjöf frá vinnuveitenda mínum í ár. Innpökkuð og læti. Lifi HSu. Lifi Hnakkinn!
Jólakveðjur,
<< Home