luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, desember 03, 2008

Af persónuofsóknum

Fólk sem elskar að hata Davíð Oddsson hringasnýst í gagnrýni sinni á honum. Fyrst var hann ábyrgur af því að hann kom ekki auga á yfirvofandi efnahagshrun, nú svo þegar kom í ljós að hann sá hrunið fyrir og reyndi að vara við því, þá varð hann ábyrgur af því að hann gerði ekki nóg.

Er ég sú eina sem man eftir svívirðingunum sem hann varð fyrir þegar hann var að reyna að benda á það að ef JÁJ færi á hausinn þá færi landið á hausinn með honum?
Jú bíðið við þá var talað um persónulega öfund DO út í velgegni JÁJ. Það var allt brjálað út í bláu höndina sem vildi kremja það sem þjóðinni var kærast, nefnilega Bónusveldið sem átti að hafa verið mesta kjarabót landsmanna fyrr og síðar. Var Baugsmálið etv eitthvað annað og meira en persónuleg hefnd biturs stjórnmálamanns? Var etv verið að reyna að sanna að ekki væri allt með felldu í þessum fjárfestingum hulduhlutafélaga í hverju öðru í endalausri hringavitleysu?
Hlustaði þjóðin þá? Þetta sama fólk og stendur um helgar fyrir framan seðlabankann og öskrar á afsagnir eða fór þetta fólk þá einmitt hamförum í bloggfærslum um ofsóknirnar gegn aumingja Jóni Ásgeir litla sem hefði ekkert til saka unnið annað en að vera bara svo óhemjuklár að DO gæti ekki unað því að einhver gæti efnast meira en hann? Mig minnir það nefnilega.

Mér er óglatt af tvískinnungnum.