Laugardagsblogg
Í gær fór ég og mátaði kjóla með Beautiful B. Það er ekki hægt að hafa betri félagsskap en hana þegar kjólar eru mátaðir. Við fórum í búð sem var voðalega eðlilegt að skipta við árið 2007, seinni part ársins 2008 hins vegar...... En ég á inneignarnótu þarna sem er að brenna upp í verðbólgunni. Þar heyrðist: "Þessi kjóll er mjög fallegur! Hann fer þér ekki!"
Þá flissuðum við mikið.
Í dag ætla ég að vera með afmælisveislu. Bara litla, eins og ég er vön. Ég held alltaf svo litlar veislur að ég missi sjónar á því hve mörgum ég hef boðið;) Hlakka sjúklega til að sjá skemmtiatriðið frá Sápunni sem ég veit að þær hafa verið að æfa í mánuð. Vona bara að Árdís fari ekki úr að ofan.
Líf og fjör.
<< Home