Það er gott
að vakna miðvikudaginn 5. nóvember 2008. Það eru margar ástæður fyrir því, ein af þeim er sú að ég er í vaktafrí og er að sötra kaffið mitt í rólegheitunum í sófanum heima með fartölvuna. Ég elska þessi móment, allur dagurinn framundan opinn fyrir öllum mínum hugdettum. Yndislegt.
En það er annað sérstakt við þennan dag sem kætir mig. George W. Bush er ekki lengur forseti Bandaríkjanna mestu hryðjuverkaþjóðar heimsins, amk undir hans stjórn. Það er gott að vakna upp við það að í hans stað er geðþekkur demókrati orðinn valdamesti maður heims. Sögulegt, segja menn, því maðurinn er þeldökkur. Sjálf er ég svo fordómalaus að ég var ekki búin að taka eftir því að maðurinn er svartur. En ég hef von um bættan og breyttan heim undir hans stjórn og vona að demókratarnir haldi republikönum sem mest utan við helstu valdastöður. Þeir hafa sýnt sig og sannað með þeim hætti að sumir skaðar verða aldrei bættir. Þeirra tími er liðinn.
<< Home