luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, október 22, 2008

Af grenjum

Ég grenja yfir öllu en er samt sjúklega hress. Hvað er málið?! Las viðtal við Vigdísi Finnboga í klippingu í dag og var komin á fremsta hlunn með að biðja um Kleenex box en kunni svo ekki við það að verða Bryndísi frænku til skammar. Jæja það má svosem lifa með því, ástsælasti forseti þjóðarinnar og allur sá söngur, EN að grenja yfir þessari fáránlegu VR auglýsingu??!!! Ég kenni Sigurrós um það.