luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 14, 2008

Speglunarblogg

Vinkona mín fór í magaspeglun um daginn og tók eiginmann sinn með sér. Það er útaf fyrir sig áhugaverð ákvörðun að taka hann með sér í þessa athöfn því það er ekki eins og þau hafi verið gift í 13 ár, heldur 3 mánuði og átti þetta sér bókstaflega stað á hveitibrauðsdögunum. Ekki beint það rómantískasta en fallega gert af gaurnum engu að síður að sýna andlegan stuðning.
Nema hvað að lýsing mannsins að þessu loknu var á þá leið að nýbökuð eiginkona hans hefði minnt hann á kött á dýraspítala þar sem hún lá á hlíðinni á bekknum með kryppu á bakinu og hvæsti og kúgaðist með scopið í kokinu.
Og vísa ég þá enn á ný til þeirrar skoðunar að vafasamt geti verið að taka eiginmanninn með sér á yfirstandandi hveitibrauðsdögum. En hjónabandið virðist ætla að lifa þetta af.