luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, október 08, 2008

Kreppublogg

Mér finnst svo mikið af illa gefnu fólki sem hefur ekki hundsvit á málunum vera að blogga um atburði síðustu daga að ég hafði ákveðið að slást ekki í hóp þeirra.

Í dag bloggar Egill Helgason grein um svo ógeðfellda atburði að manni ofbýður. Þessir menn eru glæpamenn og eiga að fara í fangelsi!
Svo vilja menn draga Geir H. til ábyrgðar! Djöfullinn hefur hann gert af sér? Ég fæ ekki betur séð en að Geir sé að standa sig og mér finnst hann flottur. Vel menntaður, klár, veit hvað hann er að gera og umfram allt er yfirvegaður og með neinar djöfulsins ótímabærar blammeringar eins og ágætur forveri hans.

Lýkur þar með kreppuskrifum mínum.