luxatio hugans

awakening

laugardagur, september 27, 2008

Enn á náttfötunum

Og enn situr læknisfrúin á náttfötunum. Í þetta skipti í USA. Frúin á heimilinu er að keyra Kristínu í próf (guð minn góður hvað það er góð tilfinning að einhver annar var að fara í próf) og restin af heimilisfólkinu sefur. Klukkan er nefnilega ekki mjög margt hér, rúmlega 7.00 en það er samt hádegi á minni líkamsklukku svo ég er mjög vel sofin.
Vinkonur mínar hér, sem eru kannski ekkert rosalega uppteknar af tani, gátu ekki séð sóma sinn í því að láta mig vita að hér er búinn að vera 30° hiti dag eftir dag, svo að ég ætti kannski að grípa létt föt með mér. Þekkjandi mig, jafnvel bikini!!!!!!
Nei, nei. Minnug þess að síðast þegar ég var í Minneapolis, reyndar aðeins seinna um haust, þá króknaði ég næstum úr kulda þá pakkaði ég hlýjum fötum. Ég var actually að hugsa um að pakka dúnkápunni minni. Ég lenti um 18.00 að staðartíma í gær í 28° hita og það mætti mér svona hitaveggur þegar ég kom út af flugvellinum, dressed in all black. Well. Það eru víst búðir hér.
Ísskápur Kortaranna er hrikalega girnilegur, fullur af lífrænu drasli sem ég er reyndar í mótþróa gagnvart en er mjög girnilegt. Svo eru Kortararnir svo andlegir að ég finn hugarró mína magnast með hverri sekúndunni sem líður.
Nú er frúin komin heim og er að reka mig út að hlaupa. Það er fínt. Það sem ég veit um dagskránna seinna í dag er að ég er að fara á Hazelden meðferðarstofnunina, þau segja að við séum að fara að skoða hana, en ég hef þau lúmskt grunuð um að ætla að leggja mig þangað inn, svo erum við að fara með lest í annað fylki, ég veit ekki alveg af hverju. Ég þori ekki að spyrja aftur því ég er búin að spyrja svo oft og ég finn að doktorsnemunum finnst ég treg og eru að pirrast. Svo ég segi ykkur bara þegar ég kem til baka hvað við vorum að gera í hinu fylkinu (sem ég man ekki heldur hvert er og verð sjálfsagt lamin ef ég spyr).
Live and fun.
(Líf og fjör).

1 Comments:

At 1:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Verst hvað dollarinn er hár;)

 

Skrifa ummæli

<< Home