Af mannvonsku
minni eða annara?
Þegar ég les um foreldri sem notaði barnið sitt fyrir hnífaskotskífu þá óska ég helst af öllu að tekin verði upp kindabyssa og viðkomandi lógað. Svona viðbjóðsleg samfélagskrabbamein ætti bara að uppræta með öllum ráðum og með ráðum þá á ég ekki við neitt helvítis HAM.
Strax á eftir les ég svo að æðstu ráðamenn í Póllandi vilji lyfjavana barnaníðinga og þá líður mér eins og Pólland sé samfélagið til að miða sig við.
Það má vera að ég sé úrill og illa sofin eða það má vera að ég sé að fá mig fullsadda af viðbjóðslegum níðingsfréttum í fjölmiðlum dag eftir dag. Sjúkleika mannsskepnunnar virðast bara engin takmörk sett.
<< Home