Uppgjör vikunnar
Í vikunni lét vinur minn út úr sér: "Týpiskt! Og ég sem var búinn að stóla á þennan heimsendi!"
Í vikunni sat vinkona mín á flettifundi með teyminu sínu og mikill hasar í mönnum að ná í lið fyrir Landspítalahlaupið. Yfirlæknirinn á deildinni benti á hvern og einn einasta inni í herberginu og nafngreindi þá: "Jón! Þú getur hlaupið! Þú verður í liðinu!", "Gunnar getur þú ekki hlaupið?" Þar til kom að vinkonu minni, þá benti hún á hana, hikaði í augnablik og benti svo á næsta við hliðina á henni, "Sigga þú hleypur!"
Talandi um að upplifa sig sem einn af hópnum;)
Vinkona mín er í sjúklegu formi og hefði hlaupið þessa 6 km á undir 30 mín leikandi. Þeirra tap.
<< Home