Kallið mig paranoid
og kannski er ég það, en ég hef það á tilfinningunni að það hlakki í fólki þegar ég segi þeim hvað læknar hafa léleg laun. Serves you right you punks. Helvítis hrokkapyttirnir ykkar!
Þrátt fyrir það hef ég stutt ljósmæður í sinni kjarabaráttu, ekkert opinberlega reyndar en í hjartanu, og það er í hjartanu sem raunverulega telur;)
En hvað les ég svo á mbl.is í gær: "Bent var á að engin háskólastétt uppfylli jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt eða 6 ára háskólanám nema dýralæknar."
Þá fauk í mig! Andskotans helvítis þvæla er þetta?! Ég þarf að ljúka 7 árum til að mega starfa sem læknir. Eftir mín 6 námsár starfa ég sem kandidat fyrir 274.000 kr. á mánuði. Það er lægra en núverandi grunnlaun ljósmæðra með sitt 6 ára nám og þær fara fram á 25% hækkun þeirra launa. Sem er fínt, en þá hljóta kandidatar að eiga kröfu á sama.
Annars geri ég orð Þóroddar að mínum, því hann lagði á sig skrif sem ég nennti ekki:
Eftir 6 ára háskólanám útskrifast verðandi læknir sem cand med og það gefur engin starfsréttindi, ENGIN. Maður hefur ekki rétt til að kalla sig lækni fyrr en eftir 7. árið, kandidatsárið.
Fæðingarlæknirinn sem starfar við hlið ljósmæðurinnar og er ábyrgur gagnvart konunni og barninu er með 7 ára grunnnám auk um 5 ára sérfræðináms (held ég) áður en hann má "starfa við sitt fag". Það gerir 12 ára nám, helmingi lengra en nám ljósmæðra.
(Þetta er áhugaverður punktur, því hvergi í umræðunni um ábyrgð ljósmæðra kemur fram að það er fæðingarlæknir sem er á endanum ábyrgur fyrir fæðingunni, og fæðingarlæknar eru jú mest lögsótta fagið innan stéttarinnar, því það lögsækir engin ljósmóðurina fyrir fæðinguna sem fór úrskeiðis. Innskot Allýjar.)
Þessi skipting í lækni, deildarlækni, aðstoðarlækni, lækni án sérfræðileyfis og sérfræðing er flókin. Launamunur innan læknastéttarinnar er mikill (þó hann sé mun minni hér á landi en víða annars staðar í Evrópu). Það gefur því mjög skakka mynd af því að taka meðaldagvinnulaun og meðalheildarlaun allrar stéttarinnar.
Það er mjög forvitnileg tafla á bls.13 í Morgunblaðinu í morgun. Maðaldagvinnulaun ýmissa umönnunarstétta í BHM árið 2007. Hjúkrunarfræðingar, 4 ára nám 298.657,-kr. Þroskaþjálfar 3 ára nám 291.715,-kr. Iðjuþjálfar 4 ára nám 338.243,-kr. Sjúkraþjálfarar 4 ára nám 304.156,-kr. Ljósmæður 6 ára nám meðaldagvinnulaun 308.173,-kr sem gerir 51.362 kr/háskólanámsár. Ljósmæður eru lægstar í þessum samanburði en hvað gerist ef við bætum læknum við listann sem er ekki gert í morgunblaðinu. Læknar með 6 ára háskólanám eru kandidatar, ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir eru með í dagvinnulaun en ég held að það sé 270.000,-kr 45.000kr/háskólanámsár. (274.000 þús Doddi minn)
Ég er deildarlæknir á LSH, ég veit hvað ég er með í laun. Mig langar að verða sérfræðingur í svæfingu- og gjörgæslu. Það er 12 ára nám áður en ég fæ að starfa við mitt fag á sjúkrahúsi eða á læknastofu úti í bæ. Ég hef lokið grunnnámi 6 ár, kandidatsárinu og einu ári sem deildarlæknir. Ég á því í dag að baki 8 ára nám. Meðaldagvinnulaun mín voru 306.132,-kr árið 2007. Það gerir 38.267kr/háskólanámsár. Þroskaþjálfarar eru með 97.238kr/háskólanámsár.
Mér finnst þessi samanburður eiga fyllilega rétt á sér. Hægt er að benda á að eftir að formlegu háskólanámi líkur séum við í launaðri vinnu og svo að við erum með hærri heildarlaun vegna vaktavinnu sem bætist við dagvinnu. En það eru engin rök. Ég myndi vilja fá hærra dagvinnukaup og minnka vaktavinnu-næturvaktir eru bókstaflega mannskemmandi.
Við unglæknar þurfum að koma þessum tölum á framfæri-við þurfum að sjást í þessari samanburðartöflu. Það er örugglega ekki tilviljun að okkar vantaði.
Kv Þóroddur
<< Home