luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, september 09, 2008

Smárinn

Ingvar hefur opnað banka. Hann heitir Smárinn. Hann hefur tvo viðskiptavini, Dodda og Ester. Auk þess hefur Jón Gunnar opnað reiking í bankanum sem er innistæðulaus og svo held ég að honum hafi tekist að lokka Baldur og Sigga Árna til að opna reikning í kvöld. Gott dæmi um dinner sem skapar viðskipti. Hann sendir viðskiptavinum sínum yfirlit í tölvupósti. Jón Gunnar var að segja mér frá einu slíku sem honum barst:
Staða 0
Skuld 0
Úrvalsvísitalan er í 9.9.
Þú færð nýtt yfirlit á morgun.

Gott að halda utan um þetta frá degi til dags.