luxatio hugans

awakening

föstudagur, september 26, 2008

Krónan ALDREI veikari!

ALDREI veikari!! Helvíti gaman að vera á leiðinni til Shoppinapolis Shoppinsota þegar krónan er í sögulegu lágmarki. Ég er fáránlega hress með það. Þetta þýðir jú það að ég verð að eyða tíma með fólkinu sem ég er að fara að heimsækja. Auja og Gísli eru reyndar alveg skemmtileg og það verður spennandi að hitta Kristínu í USA, hún er ábyggilega farin að tala með hreim already. Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka mest til að spila póker í indjánacasino. Það þýðir ekki að ég eigi við vandamál að stríða, póker er eins heilbrigt áhugamál og hvað annað.
Ég er á náttfötunum, ég er ekki búin að pakka einu sokkapari, veit ekki alveg nákvæmlega hvar passinn minn er og ég held bara áfram að blogga og blogga út í hið óendanlega.
Kannski ég standi upp núna og hendi í töskuna.
Kannski.