Af Casino túr
Ohh það var svo gaman í póker í gær. Himneskt. Ég veit vel að það myndu ekki allir nota orðið himneskt yfir það að spila Texas Hold´em í spilavíti, en þetta var himnesk reynsla fyrir mig. Ég sat í hugleiðslu og horfði á fagmannlegu dealerana og vandaði mig að pakka nógu oft.
Það var alveg einstakt að fylgjast með Kristínu, hún var svo einbeitt á svipinn þegar hún var að sjá gaurana sem voru að reyna að hræða hana úr pottinum. Ég slúðraði við Auju á íslensku að það væri greinilegt að Kristín væri með eitthvað þangað til dealerinn bannaði okkur að tala saman nema á ensku. Þá var ekkert hægt að slúðra lengur.
Ég keypti mig inn fyrir 50$, stackinn minn var 120$ þegar ég stóð mig sem best en svo cashaði ég 50$ út þegar ég hætti. Sem sagt nokkrir klukkutímar í alsælu og tapaði ekki krónu. Segið mér svo hvort það er ekki himneskt?!
<< Home