luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 02, 2008

Frá USA

Ég nenni eiginlega ekki að blogga svona dagbókarfærslu um það sem við erum búin að vera að gera í USA. Mig langar meira til að blogga um fólkið, geðveikt hressu gestgjafa okkar, Auju sem tók mjög klúra mynd af mér, (meint slys að hennar sögn, sagðist ekki hafa vitað af kuntufítusnum á myndavélinni sinni), Gísla sem les svo vel í hegðun fólks að það munaði engu að hann hefði ekki dottið fyrstur út í póker í gær, en svo datt hann fyrstur út, Kristínu sem er með áttirnar og dagskrána á hreinu og lætur sig gengi krónunnar engu varða.

Annað sem er merkilegt við Kortarana, þau lifa til að hjálpa öðrum og fræða aðra. Lítið dæmi um það er sturtuhengið þeirra. Flestir eru með blóm eða flugur eða eitthvað slíkt á sturtuhenginu en ekki Kortararnir. Þau eru með World Map fyrir sturtuhengi. Maður verður svo æstur að fræðast um heiminn að mar gleymir að lather-rinse-repeat............. as needed.

Ég og Kristín vorum í Mall of America í gær. Í miðju mallinu er amusement park.... en ekki hvað í ameríkunni. Allavega, áður en ég vissi af var Kristín búin að kaupa miða í tækin og draga mig í rússibana. Hún segir söguna eitthvað öðruvísi. Í hennar sögu á ég frumkvæðið og rússibaninn eru litlar flugvélar sem fóru samt geðveikt hratt og eru geðveikt ógnvekjandi. Sjúklega hressandi. Við erum sjúklega hressar píur. Við rífumst samt reglulega um það hver er búin að sitja oftast frammí. Sko málið með Kristínu er það að hún er ekki nógu góð í Shot gun. Sjaldan hef ég séð neinn jafn sjokkeraðan og Auju þegar þær komu að sækja mig flugvöllinn og Kristín var að rogast með töskurnar mínar og snjóbrettið hennar Auju út í bíl. Ég sé bílinn og öskra Shot gun og hendist að bílnum, hendi töskunni hennar Kristínar úr framsætinu og afturí og sest inn. Á meðan er Kristín að kjagast á eftir mér að bílnum með töskurnar mínar og snjóbrettið og átti ekki séns í þessum slag. Ég spennti beltið á meðan Kristín raðaði töskunum í skottið og Auja var næstum dáin henni leið svo illa. Þetta var víst það óforskammaðasta sem hún hefur orðið vitni að fyrr og síðar og Auja er kona með fortíð.
Já þannig var nú það.
Nú er Auja komin heim og við erum að fara í langþráð Casino. Sjitt ég er svo spennt!!!!
Líf og fjör.