Af Ísland-Frakkland
Ég sit og uppfæri mbl og fylgist með leiknum. Get ekki horft á beinu útsendinguna á ruv.is.
Fékk tár í augun þegar ég sá Ísland jafna. Nú er bara að halda svona áfram. Þær geta þetta. Ekki slæmt fyrir Árna frænda ef dóttir hans tryggir sér sæti á EM á afmælinu hans. Til hamingju með afmælið gamli!
p.s búin að hlaupa umhverfis Lake Calhoun í morgun. Gott að eiga inni fyrir feita brunchinum sem við erum að fara í.
p.p.s datt í hug að skoða flug eða lest til Colombia Missouri. Sé ekkert augljóst! Þarf alltaf að millilenda í Chicago?? Það er fáránlegt!
Viðbót að leik loknum: Jæja það hafðist ekki, en 2-1 er ekkert til að skammast sín fyrir. Þær taka þetta þá bara í umspilinu;) ÍSLAND Á EM!!
6 Comments:
Þar sem ég hefði ekkert á móti því að fá köss"ina" mína í heimsókn, enda án spurningar á topp10 listanum, þá fannst mér nú ekki mikið mál að skreppa til St. Louis eða Kansas City til að sækja þig á flugvöll, (hélt að það yrði betur sloppið heldur en að fljúga alla leið og bara tveggja tíma keyrsla). Var því rokið inná netsíður sem bjóða uppá ódýrt flug... huhm...rétt tæpir 1000$ fyrir beint flug!! %#)!"#?/#
Það væri réttast að ég myndi bara sækja þig! Ekki nema 8 tímar á milli ;-)
Hnuss, bara rétt rúmlega Ólafsfjörður-Keflavík...
Sláðu annars á til mín: 573-2395655
Kvitt frá Tasmaníu.
Ég fékk tár, gæsahúð og fylltist meira þjóðarstolti en yfir "silfrinu" þegar þær jöfnuðu :)
Já því trúi ég Silja. Hef einnig trú á því að Valsarinn Bergþóra hafi þurft vasaklút að leik loknum.
Habbý ég var líka að skoða flug í gærkvöldi til St. Louis og þau voru á 1087$ ódýrustu. Með gengi krónunnar í 100 þá er það ekki alveg fýsilegt..
Jújú - þetta var tveggja vasaklúta leikur.
Þarf ég sem sagt að fara draga B á völlinn og smita hana af hinni ólæknandi knattspyrnubakteríu?
Skrifa ummæli
<< Home