luxatio hugans

awakening

sunnudagur, október 12, 2008

Af undrun dagsins

Ég beið spennt eftir Silfrinu í hádeginu eins og þorri þjóðarinnar að mér virðist.
Tvennt kom mér óstjórnlega á óvart að þættinum loknum.
Annað var sú samkennd sem ég fann með Jóni Ásgeiri, ég klökknaði á tímabili. Kannski mun sagan leiða í ljós að ég hafi verið auðtrúa og látið það hlaupa með mig í gönur að hafa fæðst með leg, en mér fannst hann færa ágætis rök fyrir máli sínu svona miðað við hvað hann fékk lítið að komast að.
Hitt var hvað Jón Ásgeir er ungur. Er hann virkilega 41 árs?