luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 14, 2008

Vinnublogg

Þegar við köllum á sjúklingana inn á stofu þá er venjan að gera það með nafni sjúklings, liggur í augum uppi. Sverrir bekkjarbróðir minn og vinnufélagi þessa mánuðina er að bólusetja hérna í næsta herbergi við mig. Hann fer reglulega fram og kallar: Influenza! og þá gefur fólk sig fram. Mér finnst sjúklega fyndið að svara kallinu Influenza.
Hann virðist auk þess vera að vinna meira en ég.