Af grönnum
Í dag eignaðist ég góðan granna en þær mæðgur B. og Agneta eru að flytja í Eskihlíðina. Agneta þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til að geta skottast til Esterar og B. þarf ekki heldur að fara yfir götu til að koma í kaffi og slúður til mín. Magnað!
Næsta skref er svo að B. og Agneta flytji í næsta hús við okkur í Göteborg næsta haust, en þar er Doddi litli kominn með vinnu á Sahlgrenska Universitetssjukhuset og á að mæta 1. sept 2009 kl. 07.30.
Já ég ætla að flytja með, já ég geri ráð fyrir að ég fari líka að vinna og já ég geri ráð fyrir að fara í sérnám. Næst þegar einhver spyr mig í hverju ég ætla að sérhæfa mig þá tæti ég mig úr öllum fötunum og orga þar til ég blána. Ég stend við það!!!!
Ég var á vakt í gær og hringdi aðeins heim, þá var Ester organdi á bak við Dodda og ég heyrði hana stynja í ekkasogunum: "Ég vil ekki horfa á Emil á sænsku, það er ógeðslegt!"
<< Home