Af knúsi
Ég ætla að senda öllum lesendum þessarar síðu risastórt knús!!!
Eða nei annars. Ég geri ekki svoleiðis. Ekki vegna þess að ég hafi einhverja andstyggð á lesendum mínum, heldur vegna þess að ég þoli ekki svona yfirborðskennt, viðbjóðslegt kjaftæði sem hefur akkúrat enga merkingu.
Það er eitt að óska fólki velfarnaðar eða senda góðar kveðjur en að senda kossa og knús á bloggsíðum veldur hjá mér velgju. Ég er nú bara þannig gerð.
Moggabloggarar eru öðruvísi gerðir virðist vera.
<< Home