luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 23, 2008

Af útvarpi

Ég hlusta MJÖG mikið á útvarp á leiðinni til og frá Selfossi þessa dagana. Umræðan er farin að fara æðislega í taugarnar á mér. Ég nenni þessu ekki lengur. Mér finnst Geir ennþá flottastur og langar enn að setja Hannes Smárason í gapastokk og er ekki að meðtaka neinar upplýsingar sem sveifla þessum skoðunum mínum. Mér er farið að leiðast þetta raus.
Ég verð þó að minnast á hve gáttuð ég er á hneikslan fólks á þessum tæpu tveim millljónum nýs Kaupþingsbankastjóra. Mér þykja tvær milljónir engin ósköp í þessu havarí sem nú er í gangi. Það þyrfti að halda hlaðinni tvíhleypu upp að enninu á mér til að ég tæki að mér bankastjórastöðu í dag.
Kannski er ég heimsk en hvernig í andskotanum tekst fólki að túlka þetta símtal Árna M. og Darling á þann veg að Árni hafi sett þessa atburðarrás af stað?????
Ef einhver er sauður þá er það Björgvin G. OG.................... Bjöggarnir auðvitað!!! Bjöggarnir þrír. Góða teymið eða?
Mér finnst Árni bara hafa verið rólegur og heiðarlegur í þessu símtali. Nei nú hrópa misgáfuðu moggabloggararnir sem vildu kenna Árna um hrun bankana áður en innihaldið var birt, að Árni hafi talað af sér í símtalinu. Nú átti hann semsagt að ljúga til að koma þjóðinni ekki í vandræði? Djöfull vildi ég óska að þessu Moggabloggskrabbameini verði eytt sem fyrst. Stærsta samfélagsmein þjóðarinnar um þessar mundir. Fáfræði og fordómar kokkast þar og malla þar til uppúr sýður heimskan. Menn ala upp í hver öðrum rasima og agaleysi. Allar skynsemisraddir eru púaðar niður á sekúndubroti. Nei þetta fyrirbæri er Morgunblaðinu til skammar.
Annar viðbjóður sem ég verð að minnast á er konukvöld Blómavals sem nú er mikið auglýst í útvarpi. Hverjum dettur í hug að konur vilji láta smala sér á vörukynningu með "skemmtana"ívafi í Blómaval? Fyrr færi ég í heimakynningu þar sem ég yrði ristilspegluð við undirleik Geirs Ólafssonar en að láta sjá mig á konukvöldi Blómavals. Ég er með gæsahúð yfir þessum hrotta.