ÍSLAND Á EM!
Ég er búin að fullyrða á þessu bloggi í marga mánuði að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sé á leið á EM í Finnlandi 2009. Nú er Evrópumótið í höfn og það var dásamleg stund að vera á Laugardalsvellinum í kvöld þegar stelpurnar tryggðu sér sætið á mótinu. Mar bara klökknaði og læti. Og hverjir verða búsettir í Sverige í ágúst 2009? Svo ég segi við alla mína ættingja sem ætla að koma og sjá Ástu frænku okkar spila á EM: "Kaffi í Gautaborg fyrir mót?" Svo tekur maður bara Cryslerinn og ferjuna yfir til Finnlands, tjaldar bara eða eitthvað. Það er allavega alveg á kristaltæru að ég mæti á þetta mót. Ég vona bara að Tólfan mæti líka. Djöfulsins stemning í Tólfunni. Snillingar!
Og Ásta þú ert snillingur! Til hamingju með þennan sögulega áfanga.
<< Home