RIP
Þingsetu Bjarna Harðarsonar hlýtur að vera lokið. Þetta bréfaklúður er bara of vandræðalegt til að ég höndli þetta. Ég engdist um af líkamlegum kvölum undir símaviðtallinu sem var spilað í kvöldfréttum RÚV um málið. Ekki misskilja mig, ég hef akkúrat engar taugar til Framsóknarflokksins en þegar einhver, GERIR ÞAÐ PERSÓNULEGA Á MINN HLUT, að gera sig að svo miklu fíflu opinberlega að ég þurfi að þjást við að sitja undir fréttinni, þá er mér nóg boðið. Ekki gera mér þetta! Ég er með tilfinningar!
<< Home