luxatio hugans

awakening

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Af líkamsmati

Ég var að leita að kjól fyrir vinkonu mína um daginn. Sú er ákaflega, ákaflega smágerð. Ég var stödd í Sævari Karli og sá þar afar fagran kjól. Ég hélt uppi kjól í small og sá strax að hann myndi vera of stór á vinuna. Því hóaði ég í afgreiðsluskvísuna og spurði hana vongóð hvort þessi hefði kannski komið í XS. Það ískraði alveg í mér af kæti þegar ég horfði á hana mæla mig út frá toppi til táar og aftur til toppar með vanþóknun, svo stundi hún á útsoginu: "Þú þarft ekki extra small!"
Ég þekki það sjálf í mínu starfi að maður á aldrei að vera með fyrirfram ákveðnar forsendur. Þá enda ég alltaf á því að hafa rangt fyrir mér. Always keep an open mind!