luxatio hugans

awakening

mánudagur, desember 01, 2008

Fullveldisbarnið

Luxatio hugans var fyrst með fréttirnar á sínum tíma að Baldur og Eygló ætluðu að fjölga mannkyninu.

Hér er svo afraksturinn. Í dag, 1. des. 2008 fæddist loksins dásamlega falleg lítil krúttubolla sem dró hálfa þjóðina á asnaeyrunum við að láta bíða eftir sér. Valdi mjög flottan afmælisdag reyndar. Til hamingju allir hlutaðeigandi.

Allý eitthvað klaufsk við handtökin.

Daman kvartar hástöfum undan meðferðinni. Hvernig er hægt að vera svona sæt öskrandi?!

Sætu mús fannst betra að lúra í Dodda hálsakoti;)