luxatio hugans

awakening

mánudagur, nóvember 17, 2008

Þrítugsblogg

Þá er maður þrítugur, kominn á fertugsaldurinn! Og ég sem er svo óþroskuð, hvernig má þetta vera?
Rétt eftir miðnætti í gær óskaði Doddi mér til hamingju með afmælið. Ég réð ekki við mig og fór að grenja. Þarna var þetta svo óumflýjanlegt og endanlegt. Ég var orðin þrítug og ekkert við því að gera héðan af. Doddi horfði á mig grenja í smá stund og sagði svo: "Þú ert ekkert að taka þessu neitt voðalega vel."
Nú er ég hætt að grenja og drekk afmæliskaffið mitt. Á tíma í nudd, á von á ættingjum í vöfflukaffi, kandidataviðtal, fund og út að borða. Þetta hljómar eins og fullorðinsdagskrá.
Ég fékk fullt af góðum gjöfum í afmælisveislunni minni. Sú sem skar sig þó óneitanlega úr er gjafabréfið í total body prothesur sem pókerklúbburinn gaf mér sökum aldurs. Ég get endalaust flissað þegar ég geng framhjá myndinni þar sem þeir standa allir bæklunarlæknarnir og Gunni Binni otar prothesunum framan í myndavélina;) Snilld.
Ragnari er aftur þakkað margfaldlega fyrir hið unaðslega sushi, Betu fyrir að skera það, Beggu fyrir pinnana, Dodda fyrir kökurnar, Ingvar fyrir ræðuna, Sápunni fyrir dansinn, Bóbó fyrir tónlistina og ykkur hinum fyrir það að mæta og gleðja mig með nærveru ykkar. Love!