luxatio hugans

awakening

mánudagur, desember 08, 2008

Af Miss World

Ég er búin að vera með í maganum yfir þessari Ungfrú Heimur keppni frá því ég hlustaði á Heiðar snyrti lýsa mikilvægi hennar á morgunútvarpi Rásar 2 ekki fyrir svo löngu. Ég vissi ekki að það væri svona lítið að marka þessar veðbankaspár svona löngu fyrir úrslitakvöldið, ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta gæti allt breyst á síðustu stundu og að netatkvæði mitt gæti haft úrslitaáhrif hvort ungfrú Ísland kæmist áfram eða ekki.
Nú þá fór ég náttúrulega að kjósa á netinu eins og mofo, það er nefnilega svo yndislegt þegar íslensku stúlkunum gengur vel.
Það var þungu fargi af mér létt þegar ég sá að hún landaði sem betur fer sporttitlinum, við förum þá svo sannarlega ekki tómhent heim og hægt að blása til móttökunefndar í Vetrargarðinum út á sportstúlkutitilinn. Þetta er bara svo dásamlegt.

Nú og svo ef henni gengur ljómandi vel á sjálfu lokakvöldinu, þá er bara að horfa sem oftast á Sirrý Geirs í þættinum hennar Evu Maríu, til að kópera hvernig maður á að koma vel fyrir sem uppgjafafegurðardrottning í svona viðtölum. Þetta verður alveg silfurs.