luxatio hugans

awakening

föstudagur, desember 05, 2008

Af bloggleiða

En hann hefur gripið mig.
Frá því að ég byrjaði að blogga hefur bloggfærslan alltaf orðið til í höfðinu á mér og SVO hef ég sest niður við tölvuna og pikkað hana inn.
Ég hef aldrei sest niður og samið bloggfærslu af því bara eitthvað.
Ég er að finna fyrir því núna að það koma færri færslur til mín en áður. Fyrst hélt ég að ég væri andlaus en ég er allt í einu að fatta hver orsökin er.
Ég hef alltaf bloggað svo mikið um eitthvað fyndið og skemmtilegt í umhverfi mínu, óspart gert grín, góðlátlegt vona ég, að samferðafólki mínu og fyndnum uppákomum.

Nú er ég allt í einu hætt í skóla og komin í vinnu, sem er vissulega skemmtileg og vissulega gerist oft eitthvað sem er mjög fyndið, en það ríkir augljóslega mikil leynd yfir þessu öllu. Og línan hvað má segja og hvað ekki er svo grá að það er best að segja aldrei neitt til að klúðra þessu ekki.
Ég hef átt í fyndnum uppákomum með samstarfsfélögum mínum á Selfossi en þegar ég ætla kannski að skrifa um þær þá gætu þær þótt óviðeigandi í augum einhverra og ég því strokað þær út aftur.

Stærsti hluti vinkvenna minni kemur þar fyrir utan úr félagsskap sem hefur skeytt orðinu nafnleysi í heiti samtakanna;) Ég á ekki fokking breik.

Og þar sem ég hef aldrei og ætla aldrei að skrifa dagbókarfærslur um daginn minn, hvað ég borða í hádegismat og annað eftir því, þá er efniviðurinn eðlilega minni.
Ekki það að þjóðfélagið sé ekki á öðrum endanum en mér finnst það bara ekkert skemmtilegur efniviður, hvar er húmörinn í því???

Eitt hefur þó komið upp í hugann minn síðustu daga og er það hugleiðing sem er tilkomin af Fésbókinni. Voðalega finnst mér hallærislegt þegar fólk er augljóslega með bestu myndina sem það fann af sér sem profile mynd. Í árshátíðardressinu jafnvel. Hvar er hressleikinn people? Nei ég vil bara að allir sjái hvað ég var sæt á síðasta vinnustaðadjammi, Sirrý Geirs in the making.

Góða helgi!!!!