luxatio hugans

awakening

sunnudagur, desember 21, 2008

Af Canestu

Á þessu eina og hálfa ári sem ég hef verið að taka vaktir á Selfossi þá hef ég oft hent mér inn til Kristínar og Matta þegar ekkert er að gera.
Þá hafa þau oftar en ekki verið að spila Canestu við vinahjón sín, Jón og Gullu. Canesta er fáránlega flókið spil, alltaf heyrir maður einhverjar nýjar og nýjar reglur, svo þetta er eins og spurningaþátturinn Bambuzzel, sem Joey átti að kynna í sjónvarpinu, (ef einhver skilur hvað ég meina með því). Spilað með tveim spilastokkum, jókerarnir eru með, villt spil, hægt að læsa bunkanum, fáránlega strangar reglur hvernig mar opnar bunkann aftur, fáránlega strangar reglur með að leggja niður o.s.frv.
Anyways. Einhvern tímann fékk Unnur María ælupesti í miðju spili svo ég stökk inn fyrir Kristínu og spilaði við Gullu. Þá skildi ég þetta aðeins betur þegar ég þurfti að hugsa sjálf en samt var langt í land.
Svo komu Matti og Kristín hérna í haust og spiluðu við okkur Dodda og Doddi tók glósur eins og vitlaus maður. Samt vorum við litlu nær.
Svo hef ég fengið að spila eitthvað í viðbót heima hjá Matta og Stínu sem staðgengill og þóttist því fær í flestan sjó að fara að breiða út boðskapinn.
Okkur var boðið í mat til Ólafar og Freys í gærkvöldi og var ætlunin að spila Canestu. Rétt fyrir klukkan 19.00 í gærkvöldi fékk ég panik. Reif upp símann og hringdi í Kristínu: "Ég á ekki eftir að muna þetta allt!!!!!! Farðu aðeins yfir þetta með mér aftur!"
Kristín var í Reykjavík og ætlaði að koma við hjá mér og fara yfir þetta.
NEI! gargaði ég. "Það er ekki tími til þess! Ég á að vera mætt!"
Þannig að Kristín skautaði yfir reglurnar í símanum, ég glósaði á A4 blað. Svo lauk hún símtalinu með því að segja: "Ég verð með símann, hringdu ef eitthvað er."
Sem er nokkurn vegin það sama og sérfræðingarnir sem eru á bakvakt eru vanir að segja við mig.
Eftir dásamlegan kvöldverð var byrjað að spila. Ég þurfti strax að hringja í Kristínu. Ég mundi ekki hvað gefin voru mörg spil í upphafi. OK.
Símtölin urðu alls fjögur í bakvaktina á meðan spilað var. Ólöf hafði miklar áhyggjur af því hvenær Kristín færi að sofa. Og þrátt fyrir að Kristín svaraði alltaf símanum þá var Matti ekkert minna æstur með ráðleggingarnar og reglurnar á bak við hana. Gott að eiga góða að!
En.............. ég held samt að við höfum endanlega náð þessu í gærkvöldi. Ég virkilega held það.
Ég og Ólöf töpuðum, Doddi og Beisi unnu. Sem eru basically sömu úrslit og ég er vön að sjá heima hjá Matta og Stínu. Kallarnir vinna alltaf. Hvað er það?! Er eitthvað dulið phallic hneigt twist í þessu?