Af skaupinu
Fyndið með skaupið, hvað fólk getur haft gerólíka sýn á sama hlutinn.
Í mínu boði var samankomið hér um bil allt fyndnasta fólk sem ég þekki og stemningin hér var sú að þetta hefði verið mjög fyndið skaup.
Því hlýt ég að draga þá ályktun að fólkið sem skrifar í bloggheimum hvað skaupið hafi verið lélegt hljóti að vera ófyndið, þrátt fyrir að þekkja það ekki.
Svona geta rök verið einföld til brúks!
<< Home