luxatio hugans

awakening

föstudagur, febrúar 06, 2009

Af hnetuofnæmi

Það er megrandi að vera með bráðaofnæmi fyrir hnetum, án gamans. Það eru ótrúlega margir vöruflokkar sem ég er farin að sniðganga algjörlega vegna möguleikans á "trace of nuts". Margir eru þessir flokkar mjög óhollir. Þannig að............
Það er líka rúmt ár síðan HÁS lagði blátt bann við lakkrísáti hvers konar þannig að það er að verða fátt um fína drætti.
Ég verð samt að segja að mig dreymir stundum að ég sé að borða þrist. Þá vakna ég með tárvotan kodda af söknuði.

Kv. Flónelstelpan