Af Svíþjóðarupphitun
Ég er allt í einu að ná þessu með Dodda og Svíþjóð. Einhverra hluta vegna er fjölvarpið óruglað þessa dagana þannig að hann kemst á SVT1 og SVT2. Í gærkvöldi var hann svo að missa sig yfir sænskum íþróttafréttum. Sá fréttatími var aðeins öðruvisi en við eigum að venjast hér á fróni því fréttir af gönguskíðum og skíðaskotfimi tröllriðu öllu í þeim annál, eitthvað smá um íshokkí, ekki minnst á knattspyrnu. Svo gerðist það sem er tilefni þessarar færslu. Í nokkurs konar íþrótta"fréttaauka" var talað við 5 gönguskíðadúdda og ég sver það, ég vissi ekki hvað var að gerast!!! Þeir komu gangandi 5 saman upp skíðabrekku, birtust hægt, í slow motion, og undir hljómaði Eye of the Tiger. Samt voru þeir í Spandex og með Craft húfurnar, en alger stödds!! Right;)
Doddi getur sem sagt ekki beðið eftir að komast til lands þar sem hann verður meira kyngoð en Eiður Smári. Eða þannig birtist þetta mér.
<< Home