luxatio hugans

awakening

sunnudagur, mars 15, 2009

Af sms-um

Hér er smá sýnishorn af sms-um sem gengu á milli okkar Árdísar áðan:

-Árdís: Geri tad e. smá. Er á leidinni a selfoss með tengdo. Vona ad hann rati. Fæ konsult ef við villumst ....
-Allý: Hey! Tessi var fyrir nedan beltisstad! Hver var a kortinu?!
-Árdís: Hver var með GPS ..... ? Sælir nuna hvad mer finnst tetta gott grin! Helt ad enginn væri ver attadur en eg ... shit eg er an grins ad hlæja upphatt herna i framsætinu

Forsagan er sú að við Árdís lögðum af stað frá Selfossi á hádegi í gær og vorum komnar í Brekkuskóg, (40 km) rúmlega 3, og þá búnar að keyra umhverfis Þingvallavatn x 2!! Skilin á milli hláturs og gráturs voru mjög þunn. Sérstaklega á momentinu þar sem ég var að tala við Hildi í símann og hún var að spyrja hvort ég væri búin að keyra í gegnum Laugavatn, og ég svaraði nei, en hvort ég væri þá búin að keyra framhjá Borg í Grímsnesi, og ég svaraði nei, og hún spurði hvar við værum þá eiginlega og ég svaraði: það skiptir ekki máli! Frekar en að segja að ég væri á einhverju túrista info pleisi á fokking Þingvöllum!!
En sjitt hvað við erum búnar að hlæja að þessu. Og ég fékk fullt af rokkstigum fyrir að fara í sightseeing með Árdísi litlu!