luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 17, 2009

Ný færsla

Vá ég mundi lykilorðið hingað inn! Það er magnaður andskoti. Ég var að hugsa um að endurvekja þetta blogg í tilefni af flutningum til Sverige. Margt sem þarf að koma á framfæri þá. Fréttir dagsins eru þær að við Doddi pökkum eins og fáráðlingar. Lítill tími til stefnu. Ég hlakka svo endalaust mikið til að flytja. Veit ekki hvert ég held að ég sé að fara en ég sé fyrir mér betri tíð með blóm í haga. Meiri lífsgæði og betri líðan. Kemur svo í ljós hvort satt reynist. Ég set það þá inn hér. Jæja ég settist við tölvuna á meðan í gúffaði í mig einum súrmjólk og seríós. Áfram með smjörið, gámurinn fyllir sig ekki sjálfur!