luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 31, 2009

Af leiðindum

Ok ég veit að ég er ekki búin að vera lengi hérna og þætti gæti hljómað eins og óhemjugangur (sem var oft bendlaður við mig í æsku) en mér leiðist í Gautaborg. Mér finnst leiðinlegt hér. Kannski kann ég ekki að hafa ekkert fyrir stafni? Það er júlí og það er svo viðbjóðslega kalt í húsinu að ég sit í lopapeysu í hlýjasta horninu sem ég finn. Það ku vera svo dýrt að kynda í Svíþjóð.
Ég fór reyndar út að hlaupa í dag í nýju Asics skónum mínum. Þegar mar eyðir mörgum peningum í hlaupaskó þá þarf mar eiginlega að nota þá. Ég hlunkaðist um hverfið, sem er mjög fallegt btw. og þá fannst mér eiginlega skemmtilegast frá því ég kom hingað. Komst 4 k, með herkjum. Nú skal tekið á því. Ætla að skrá mig í Gautaborgarhálfmaraþonið sem er það stærsta í heimi og svo sá ég á hlaup.com að það verður hlaup yfir Öresundsbrúnna í júní á næsta ári og eru það einhverjir 21 k líka. Það er nú býsna kúl. Best að skrá sig í það, og segja nógu andskotans mörgum að mar ætli að hlaupa þetta hlaup, þá er svo erfitt að beila. Þarf eiginlega að stofna prófíl á hlaup.com líka til að hvetja mig. Er það ekki?
Á morgun eru U2 tónleikar. Aldrei farið á svona stóra tónleika fyrr. Spennandi. Læt vita.
Þarf eiginlega að fá kött handa krökkunum þegar Jónas verður búinn að taka sína. Þau elska að hugsa um þá. Það er bara fjandi erfitt að átta sig á sænskum smáauglýsingum.
Djöfull er ég hress.

2 Comments:

At 9:19 e.h., Blogger B said...

Þetta verður betra baby - vittu til. Kossar B.

 
At 11:55 e.h., Anonymous Alma said...

Æ lillan.
Þetta verður betra og betra.
En það versnar samt fyrst.
Þú skalt kynda eins og þú vilt- svo dýrt er það ekki að þú þurfir að krókna.
Annars vill maðurinn minn flytja aftur til Svíþjóðar- á ég að koma til Gbg?
Ég get hlýjað þér.

 

Skrifa ummæli

<< Home